Mita liggur á rúminu mínu og horfir á East Enders. Ég fékk erfði nefnliega risaskjássjónvarpið frá Dolhaantjestraat. Með þess hjálp horfði ég einmitt á sjónvarpið rétt fyrir háttinn í gærkveldi. Þar var verið að sýna myndina Network sem gerð var fæðingarár mitt. Það ár var svo sem ekkert í fyrndinni en engu síður þótti mér merkilegt hvað efni myndarinnar á mikið erindi í dag. Og sérlega áhugavert þótti mér efnið í ljósi þess að það fjallar um tilvonandi fræðasvið mitt, medíuna. Jú, þessa dagana íhuga ég mikið á hverju mig langar að snerta í rannsóknum mínum næstu tvö árin (skáði mig sum sé í Research Master in Media Studies). Er mikið þessa dagana að spá í gagnverkandi áhrifum fjöldans og medíunnar (the mass and the media), þ.e. hvernig almenningur hefur áhrif á fjölmiðlana og hvernig fjölmiðlarnir hafa áhrif á almenning.
Jú, sjáðu til ég er ósköp mótíveraður.
Díses, ég ég er hættur að nota/muna íslensk hugtök. Hvað er aftur að vera mótíveraður?
tja.... áhugasamur... ætli það sé bara ekki best
Engin ummæli:
Skrifa ummæli