Móskító...
Það er greinilega meir um móskító í Amsterdam en í Geuzenveld.
Í fyrrinótt var ég bitinn fimm sinnum á nánast sama staðinn, hægri öxl, sú sem stóð fram úr sænginni mest af nóttinni. En ég læt það ekki á mig fá heldur sit bara útí glugga og horfi á útsýnið. Hvernig er það annars, horfir maður á útsýni? Eða dáist maður bara að því?
Hvað um það, útsýnið er dásamlegt héðan af þriðju hæð á Prinsengracht.
Dúí!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli