[síðasta EM bloggið]
Ég er að horfa á Grikki taka við gullmedalíum á EM.
Hér í eldhúsinu rífst fólk um hvort Grikkir hafi unnið þetta á heppninni einni saman. Ég tala manna hæst og er sko alls ekki á því máli.
Og sjá: Hér fer bikarinn á loft og lýðurinn tryllist. Það er gríski lýðurinn.
Onei, það er sko engin heppni sem ræður þessu, þó vissulega eigi hún hlut að máli. En það dugir ekki bara heppni að vinna Portúgal tvisvar, Frakkland og Tékkland.
onei!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli