19. júl. 2004

Sá Spídermann - annan þátt í gær!
 
Í einu magnaðasta kvikmyndahúsi er ég hefi nokkurt sinn komið í.
 
Hvernig metur maður mynd eins og Spídermann - annan þátt? Ekki er hún kvikmyndalegt stórvirki - en stendur fyrir sínu - gerir vonlausu ástarsambandi MJ og PP góð skil, máski full mikil. Skemmtilegar en þó gervilegar bardagasenur. Doctor Octopus er sérlega vel endurskapaður í myndinni og líklega bezti partur myndarinnar. En myndin er óþarflega löng - það hefði vel verið hægt að koma öllu efni myndarinnar fyrir á 90 mínútum. Hvenær ætlar þessu málæði að ljúka - kjarnyrtar myndir eru alveg jafn góðar, ef ekki betri en þessar romsur sem gerðar eru í dag. Það er skiljanlegt þegar efnismiklar sögur, eins og t.d. Hringadróttinssaga, eru filmaðar að þær rammist ekki innan þriggja tíma. En þegar myndasögur (comics) eru filmaðar, sem í eðli sínu eru knappur og hnitmiðaður miðill, ættu  90-100 mínútur að vera fyllilega nóg (nú er spurning hvort Hullman sé sammála).
 
En sem gamall Spídermann aðdáandi var ég alveg sáttur við þessa röklegu kvikmyndauppfærslu. Hún er líka rökleg sem miðjumynd í trílógíu - svokallað meginmál - á milli inngangs og lokaorða.

Engin ummæli: