búinn að pakka niður...
hingað kom ég með eina ferðatösku (að vísu hjúmongus) og laptop. Í kvöld hefi ég pakkað niður í sjö kassa og þrjár ferðatöskur ásamt því að flytja sófaborð, hægindastól, þvottagrind, standlampa, gítar, tvær gólfmottur og fatahengi. Það að auki hefi ég hent tveimur fullum ruslapokum af rusli.
Það er merkilegt hverju maður sankar að sér á ellefu mánuðum
en nú verðlauna ég mig með kúba líbra og havanavindli. það gerist var betra!
á morgun blogga ég frá nýjum og betri stað - skál fyrir því
Engin ummæli:
Skrifa ummæli