Hefði ég titla yfir færslum mínum þá myndi ég ekki vita hvaða titil ég ætti að hafa á þessari færslu. Ég er þess vegna hálf feginn að hafa ekki titla yfir færslum mínum.
Hins vegar var þessi pæling ágætis lausn á sígilda vandamálinu hvernig skal byrja þessa færslu.
Bloggfall varð. Nokkrar ástæður. Sérlega leiðinleg internettenging sem kemur og fer á 30 sek fresti. Óskapleg vinnutörn. Hrikalegt appslafelsi í kjölfar óskaplegrar vinnutarnar og tja útskrift sem leiddi til þess að ég get nú státað af einu stykki mastersgráðu.
kallið mig bara meistara Hjört!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli