17. júl. 2004

Ég er að hlusta á Rás tvö. Það er ósköp notalegt svona, með kaffibollann svona í höndinni og Rás tvö í eyrunum. Það er einhver gaur frá VÍS að tala um bílstóla. Hann notar hið merkilega fyrir bæri vera að + nh. ´"Við erum að sjá að fólk er ekki að nota barnabílstjóra nægilega mikið." "Fólk er ekki að átta sig á mikilvægi þess að vera ekki með lausa hluti í aftursætinu".
 
Jájá, ég er ekki alveg að fíla þetta. En þetta er að aukast rosalega málinu. Ég veit líka að málvísindamenn eru að hafa áhyggjur af þessu en nokkrir eru að rannsaka afhverju þetta stafar. Jæja, ég er að fara út vegna þess að ég er alveg að fíla þetta sólskin sem er úti!
 
Íslenskan er að vera merkilegt túngumál.  

Engin ummæli: