Úff!
úff getur haft merkinguna 'mér er þetta um megn'. Enda er mér þetta um megn. Hér er of heitt í augnablikinu. Það er líklega stærsti gallinn við að hafa fimm stóra glugga sem vísa í suður og vestur í herbergi sem trónir yfir nærliggjandi húsaþök. Sólin lýsir inn í herbergið lungann af deginum og skapar svona gufubaðs/bakaraofns stemmingu verði manni á að skilja glugga eftir lokaða yfir sólbjartan dag. Hér er ólíft. Var ætlunin að eyða rest dagsins í lestur og tiltekt innandyrar áður en Hróðgeir og Annalísa koma til mín í mat. Nei, frekar sest ég út á pallinn hjá Café de Westertoren og kæli mig með einum bjóri, enda ódýrari en vatnið þar á bæ, eingögnu ein evra og sextíu sent. Það eru um 145 krónur íslenskar. Eftir tvo daga mun ég þurfa að borga þrefalt slíkt verð fyrir sambærilegt magn af bjór. En það er kannski engin nauðsyn að nota bjór þar til að kæla sig enda hitastið tíu gráðum minna en hér. Ástkæra Íslandið mitt, ég sakna þín ekki baun!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli