Hér er skítkalt. Sem er gott. Ég kann ákaflega vel við kulda, það er sé ég í stakk búinn fyrir hann. Það er ósköp notalegt að þeystat um á hjólinu og finna kuldann bíta í kinnarnar á meðan aðrir partar líkamans eru vel varðir gegn honum. Þökk sé vetrarjakkanum góða, hlýjum gallabuxum, vetlingum og húfu var ég eins og grænn riddari á brúna fáknum mínum. Á svona dögum er Amsterdam sérlega falleg.
Ég reit grein um þjóðsönginn á selluna í dag. hafði svo margt að segja að ég náði ekki að segja allt sem ég vildi segja . en ég segi það bara seinna . annars hef ég bara fengið heilmikið respons vegna greinarinnar . sem er gott
Góður dagur . annars . hófst á kvikmyndinni Incident at Loch Ness sem Zak Penn leikstýrir og fjallar um Werner Herzog sem leikur sjálfan sig í myndinni. Eitt orð (svo ég vitni í MVB): Brilljant!
Svo hitti ég hina huggulegu Jóhönnu frá Svíþjóð á bókasafninu hvar við sátum og lærðum saman, sem var gaman.
Í kvöld verður horft á Weapons of Mass Deception.
Góðar stundir
Engin ummæli:
Skrifa ummæli