Ef það er eitthvað sem toppar Tom Petty þá er það Johnny Cash að syngja Tom Petty - No I wont back down
Í sjötugasta sinn þennan vetur lenti ég í því í dag að eyða klukkustund á bókasafni í bókaleit og komast svo að því í afgreiðslunni að ég var ekki með bókasafnsskírteinið á mér. Hollenskir bókaverðið horfa á mann eins og aumingja, yppa öxlum og segja bara geen pas geene boeken ef maður gerir svoleiðis vitleysu.
Svo nú er ég heima og panta allar bækurnar í gegnum netið. Þannig læt ég bókaverðina tína til bækurnar og bíð svo bara eftir tölvuskeyti frá þeim um að þær bíði mín í afgreiðslunni. Já, þetta fáið þið fyrir óliðlegheitin.
Annars ber ég jafnan gríðarlega virðing fyrir bókavörðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli