Ekki hafði ég mikið upp úr því að vera trúlofaður, og það tvisvar. Hins vegar er eitt sem þær fyrrverandi unnustur mínar kenndu mér að meta. Það eru svona alls kyns sturtu og bað accessories. Jú, nú þegar ég fer í sturtu, sem verður æ tíðari athöfn í lífi mínu, jóðra ég mig í allskyns kremum og gelum og sápum. Smátt og smátt hef ég verið að uppgötva þann undraheim sem leynist í Etos (sem er svona apótekkeðja hér í landi). Í gær stóð ég í hálftíma fyrir framan rekkann sem á stóð body care í leit að nýrri tegund að sturtusápu. Það er ekki eins og það sé einfalt mál að velja sturtusápu nú til dags. Sturtusápufyrirtækin keppast við að finna upp nýjar active formulas með energizing ingredients og intensive body moisture. Á endanum vald ég eitthvað dót frá Nivea með nýrri Active Care Formula og meir að segja með myntuilmi. Svo stóðst ég ekki mátið og keypti Essentila Moisture for body and hand fyrir dry skin frá Vaseline Intensive Care. Svo nú er ég algjörlega í stakk búinn fyrir sturtuferðir þar sem ég fyrst löðra hárið í Head and Shoulders með sítrusilmi og svo skrokkinn með Nivea Active Energizer sem ég skola svo af mér, svo skelli ég facial geli með aloe vera á andlitið áður en ég jóðra mig aftur í Kókos Body Cream. Skola aftur og skola hár. Eftir þurrkun jóðra ég mig svo í Essential Body Moisture og set Nivea deódórant (for men) undir hendurnar, Body Shop Refreshing Footspray á iljarnar, Aveda á andlitið og Hugo Boss After Shave á háls og kinnar. Það versta er að þetta er rándýrt allt saman. En andleg vellíðan og heilsa skiptir náttúrulega öllu máli og verður ekki metin til fjár. Svo lyktar meður svo vel fyrir vikið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli