11. nóv. 2004

"Honum hélst kannski illa á konum en hann gat að minnsta kostið eldað góðan mat".

Þetta verður líklega skrfað um mig í minningargreinum í framtíðinni. Eða verða mælt af vörum einhvers vina minna í samræðum í erfidrykkjunni. En er þetta alveg rétt. Ég þarf ekkert að fara leynt með það. Ég er góður kokkur er lásí elskhugi. En leiðin að hjarta konunnar er ekki í gegnum magann, svo mikið er víst því það hefi ég reynt til þrautar.

Tom Petty - Ég hlustaði á Tom Petty og skrifaði grein um Arafat. Tom Petty - jú - alltaf lærir maður eitthvað nýtt að meta. Ætli ég setji ekki diskinn bara aftur í ganga. Free Falling kallinn minn það er málið.

Sá í gær hiemildarmynd um Derrida. Kallinn rokkar. Blessuð sé minning hans. Nýja hetjan mín. Ekki endilega vegna skrifa hans sem eru óþolandi torf. Heldur bara af því að hann var töffari! Eins og ég. Ég með nýju heimagerðu klippinguna mína. Sem er töff.

Nóg þessari sjálfsdýrkun. Í bili.

Catmasterinn er, sýnist mér að íhuga Amsterdamjól ásamt frændunum. Enda er nú Katzið hálfgert frændi. Það fer að þéttast um fólk á dýnugólfinu hjá mér. Sem er fjör. Hvað var Eiríkur Orri annars að spá? Hvað með Finn? Og Hullann?

Engin ummæli: