11. nóv. 2004

Ekki er ég mikið íþróttafrík eða bílaáhugamaður. En ég er dálítill formúlueittpervert. Minn maður þar er Jacques Villeneuve - ég held með honum og því liði sem hann er í. Það voru erfiðir tímar þegar hann ákvað að láta reyna á hæfileika sína með BAR-liðinu. Sem betur fer hætti hann þar enda er það eins og að láta Tiger Woods slá bolta með svalaröri að láta Kanadíska meistarans keyra um á BAR-dollunni. Hjartað tók kipp þegar Villeneuve hann hljóp í skarðið fyrir Trulli í síðustu keppnum fyrir Renault.

Nú er gamli villingurinn kominn til Sauber og verður með þeim næstu tvö keppnistímabil. Ég hef enn alla trú á fyrrum heimsmeistaranum, hann er ekki bara góður ökumaður heldur er hann líka töffari og eins og allir vita hef ég mikið dálæti á töffurum. Nú er bara að vona að Sauber séu með almennilegan vagn fyrir Villeneuve að bruna á.

Þetta var nördaskapur mánaðarins. Nú held ég áfram að vera bara töffari.

Engin ummæli: