Halló - hér verður ekki bloggað um fótbolta
Sá þetta á öndvegis ritinu Deiglunni:
Þetta hefur samt verið að breytast. Konum í sjálfstæðum rekstri hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Þetta eru konur sem vinna langan vinnudag og hvort heldur sem þær eru tekjulægri eða -hærri en makar þeirra, hafa þær hreinlega ekki tíma til að sinna hlutverki húsmóðurinnar ásamt rekstrinum.
Reyndar átta ég mig ekki alveg á hvað hún Jara er að segja í þessari Efnisgrein, eða greininni allri. Ég held hún sé að meina að konur þurfi ekkert að skammast sín fyrir það að ráða sér húshjálp ef þær eru í sjálfstæðum rekstri sem veitir þeim ekki jafn mikinn pening og körlum eða þá tíma til að sinna heimilinu. Rétt eins og karla skammast sín ekkert fyrir að fara með bílinn sinn á þvottastöð.
Kannski ætti konan líka bara að biðja kallinn sinn um að leggja hönd á plóg við húsverkin, hann ætti að hafa tíma fyrst hann þarf ekki lengur að þvo bílinn.
Skrýtið lið þessar hægrikonur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli