Nágrannakona mín, sú er við Mic deilum með klósti og sturtu og forstofu, er laglaus, lagleg en laglaus. Hins vegar þykir henni ósköp skemmtilegt að raula með geislaspilaranum sínum. Þegar hún byrjar þá ríst ég yfirleitt umsvifalaust upp og sæki mér bjór í ísskápinn. Ég veit ekki hvað það er en þetta garg hennar kveikir þennan rosalega bjórþorsta hjá mér. Þess vegna sit ég hér og pæli í pósklassískum kvikmyndum með bjór í hönd.
skál fyrir því
segi ég brosandi - því þrátt fyrir allt er ég bara nokkuð sáttur sáttur sáttur
Engin ummæli:
Skrifa ummæli