18. nóv. 2004

regla er orð sem ég á erfitt með að skrifa á lyklaborð - verður yfirleitt relga

einnig öðrum sem jafnan verður örðum

ég býst að þetta sé vegna þess að önnur höndin verður afbrýðisöm út í hina ef sú síðari fær of marga stafi að skrifa í röð. r - e - g eru t.d. allt stafir í umsjón vinstri handar svo sú hægri laumar in -l- þarna sem þriðja staf. Þannig eru líka ö og ð á valdi hægri handar en sú vinstri vill ól skjóta inn sínu -r- til að jafna hlutföllin.

Eitt er það orð, eða öllu heldur skammstöfun sem ég er að reyna að koma á framfæri í msn-samskiptum. Það er bah . bah er ekki svona úff-orð eins og, tja, úff, oh, æji, osfrv heldur skammstöfun fyrir 'bið að heilsa'

nú vitið þið það

Engin ummæli: