Eftiráaðhyggja
Mér sýnist að skrif mín, sem í eðli sínu eru sjálfhverf, séu mestmegnis farin að þróast yfir í nöldur um hegðan og siði annarra annars vegar og upphafningu sjálfs míns hins vegar. Ég tel þetta ekki slæma þróun, þvert á móti.
Lesandi góður. Þú getur litið á þessa færslu sem örstutta sjálfsskoðun. Eða sjálfskoðun. Bíðum við. Hvers vegna að skrifa blogga, eða blogga? Er það til að aðrir getir lesið hugsanir mínar eða er það svo að ég geti lesið hugsanir mínar? Sjálfsfróun egósins kannski?
En það sem vakti upp þessar vangaveltur var einkum lestur minn á síðu Nýhilfólks sem er reyndar aðalefni þessarar færslu. Ég lít svo sem ekki á mig sem skáld þó skáld sé ég vissulega betra en mörg ungskáldin sem kjósa að kalla sig "skáld". Ljóð öskra ungskáldin. Ungu skáldin yrkja kvæði án þess að geta það. En það er önnur saga. Það sem fer í taugarnar á mér, svona eins og bókmenntafræði og stúdentapólitík, er fólk sem kýs að kalla sig skáld af því að það er svo djöfulli ófrumlegt, þó haldandi að það sé frumlegt, að standa uppi á sviði og öskra: Typpi, píka hóra, ég er að klóra mér í pungnum, sprungnum og útúrstungnum því veröldin er bara hórmang. Eða eitthvað álíka. Ögraögraögra, segja ungu "skáldin" ef ég set "ríða" nógu oft í ljóðið mitt þá er það töff. Get a life segi ég nú bara, and a job! Aumingjar.
Nei - eini maðurinn sem komst upp með að geta kallað sig skáld fyrir að segja ríða nógu oft var dagur enda var hann snillíngur.
Auðvitað má alveg tala um ríðingar og brund í skáldskap. Það getur meira að segja verið bara fallegt stundum. En þessi undarlega þörf fyrir að velta sér endalaust upp úr brundi og kúk á ekkert skylt við skáldskap. Að ögra er ekki að yrkja. Hins vegar. Að yrkja er að ögra. En þetta skilja ungskáldin ekki því þau sjá ekki framfyrir eigin standpínu. Og það er ekki af því af því að það sé svo stórt á þeim typpið. Nei, það er af því að öll þessi sjálfsfróun hefur gert þau blind.
En auðvitað á þetta ekki við öll ungskáldin eða Nýhilistana. Mörg hver eru þau ágætis skáld. Bara ekki jafngóð skáld og hann ég.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli