Nú er ég í stakk búinn fyrir að storma inn á skrifstofu DE KEY og láta öllum illum látum. Ég er ekki sérlega stríðsglaður maður eða mikið fyrir rifrildi. En þegar manni er hótað útburði sökum skuldar sem er ekki á neinum rökum reist þá verður maður nú soldið reiður, í það minnsta svolítið sár.
Svo nú er ég kominn með í hendurnar bankayfirlit nokkurt þar sem koma fram greiðslur mínar til umrædds DE KEY. Ég hlakka hreinlega til að fara þarna inn á skrifstofuna og vera með læti. Gaman þegar maður hefur fullkomlega hreinan skjöld í svona málum.
Hey, var að fá í þessu emil frá DE KEY, sjáum hvað þar stendur...
...jæja, lítur út fyrir að ég þurfi ekki að storma inn á skrifstofuna þrátt fyrir allt. Sem er svo sem ágætt enda rigning úti og hálftíma leiðangur þarna úteftir á hjóli.
Þeir segjast ætla að líta í skrárnar eða eins og fröken Ylona Benneker segir í bréfinu: "I will check your file and our administration and will let you know by email what has happened with your payments".
Sjáum hvað setur. Kannski banka lögrelgumenn uppáhér í millitíðinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli