1. nóv. 2004

Svona rétt um það leyti sem ég hafði lært á Albert Heijn á de Dam þá breyttu þeir sjoppunni. Það mun líklega taka mig ár að finna út úr skipulaginu í henni núna. Það er annars alveg merkilegt hvað Hollendingar kunna ekki að skipuleggja matvöruverslanir. Kerfið þeirra, ef þeir hafa annars ettihvað kerfi, virðist vera svona útlitslegt. Já, appelsínur og kjóklingur líta svipað út. Setjum það saman. Eru ekki baunadósir í svipuðu lagi og pulsa - það fer þá saman í hillu.

Rugl. Og það er ekki eðlilegt hvað mér gengur alltaf ill að finna ger í þessum búllum. Og þar sem ég er svo þrjóskur að vilja ekki biðja um hjálp þá eyddi ég hálftíma í gersleit.

Annars er von á ferðasögu á næstunni. Nú verð ég hins vegar að fá mér brauðsneið með sinnepi. Og: Von er á fjölmenni hingað um jólin. Amk ef Finnur, Gulli, Þorri, Steinn, Védís og Kristín gera hugmyndir sínar að veruleika. En þó ef aðeins helmingurinn kæmi yrði það hín besta jólaveisla.

Hjörtur

Engin ummæli: