24. apr. 2007

Tíkarspenar

Hvaðan í ósköpunum kemur orðið tíkarspenar? Það er í merkingunni hár sem tekið er saman með teygju í hliðum. Einhver bóndadurgurinn hefur sennilega horft á dóttur sína með hárið tekið saman á þennan hátt og orðið undrandi: „Hver rækallinn er að sjá þig stelpa, eins og með tíkarspena í hárinu!“

2 ummæli:

gulli sagði...

mjög sennileg skýring!

Króinn sagði...

Er að velta fyrir mér hvernig enska beinþýðing þessa orðs myndi vera. Fæ út eitthvað voðalega ljótt og dónalegt.