30. apr. 2007

30. apríl

Þegar ég bjó í Amsterdam var jafnan húllumhæ mikið þann 30. apríl. Það er drottningardagurinn í Hollandi þegar haldið er upp á afmæli drottningarinnar (reyndar er afmælisdagur drottningarmóðurinnar). Hér í Svíþjóð er haldið upp á Valborgarmessu (sem reyndar er 1. maí). Ég skemmti mér konunglega þessa tvo drottningardaga sem ég upplifði í Amsterdam. Ég efast um að ég muni skemmta mér jafnvel í kvöld. Skandinavískt fyllerí er einhvernveginn mun subbulegra en hollensk fyllerí. Sérstaklega unglingafylleríin.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Já, myndir frá þessu Valborgardæmi minna einmitt yfirleitt skuggalega mikið á 17. júní á Íslandi. Veðrið er líka yfirleitt svipað.