6. feb. 2007

Mökkar af reyk

Ég mundi reykjarmökkinn þegar ég steig inn á Boston. Ég var satt best að segja búinn að gleyma hvað hann var mikill. Eru ekki til reglur um loftræstingar á vínveitingastöðum? Líklega ekki. Þær eru þá annað hvort allt of vægar eða þverbrotnar á hverju kvöldi.

En Boston er huggulegur pöbb. Til hamingju með það.

Hér á ég ekki heima. Það finn ég nú. Enda er ég skráður Hjörtur Einarsson - Svíþjóð í þjóðskrá.

4 ummæli:

Króinn sagði...

Fórstu s.s. til Íslands eftir allt saman? Takk fyrir síðast annars, elsku kall.

Fjalsi sagði...

jamm tók ákvörðun um íslandshopp klukkan þrjú á þunnudeginum, var lentur þar níu tímum síðar - enn þunnur

takka sömuleiðis ... djöfull var gaman.

skilaðu þökkum til gestgjafanna þegar þú hittir þau.... bestu þökkum

Króinn sagði...

Það er ekki að spyrja að þér og spontant hugmyndum um ferðalög. Varstu ekki örugglega á fyrsta klassa?

Fjalsi sagði...

amk fremst í Express vélinni