13. feb. 2007

Ég virðist kominn í ritdeilur við veður-Sigurð í kommentakerfinu hans. Þær snúast mest megnis um það að ég er að reyna að sannfæra hann um forsendur við útreikninga á raunverulegri kjörsókn í stúdentaráðskosningum. Var ég svona heilaþveginn er hef ég nokkuð til míns máls?

Hins vegar má ekki skilja það svo að ég sé svo mikil röskvusál að ég megi ekkert slæmt heyra um þann félagsskap. Ég skal vera fyrstur manna til að segja að skítkastið í Stúdentaráði er yfirgengilegt og ég hefði aldrei trúað því hversu langt fólk er tilbúið að ganga í undirferli og svikráðum, blekkingum og lygum. Þarna eru í raun á ferð, ekki bara uppeldisstöðvar, heldur hreinlega svo kallað boot-camp fyrir upprennandi stjórnmálafólk. Skítkastið sem ég upplifði kom þó mest úr annarri áttinni, frá þeirri fylkingu sem ég starfaði ekki í. Þar horfði ég í augun á fólki sem ég vissi fyrir víst að var að ljúga og málflutningur þess einkenndist af blekkingum og maður fann svikráðin sveima yfir höfðunum á því. En kannski fólk hinum megin við borðið hafi sambærilega sögu að segja. Hvað veit ég?

Það var kannski þess vegna sem ég bjóst við öllu illu þegar loks kæmi að því að Vaka tæki við.

En eftir að hafa farið rækilega yfir sögu Stúdentaráðs og skipulagið þar sýnist mér að engu síður, þrátt fyrir sandkassaleikinn títtnefnda, að ráðið hafi aldrei verið öflugra en einmitt þegar tveggja fylkinga kerfi hafi verið í gangi.

En nóg um það - ég spurði Jóhönnu hvaða ártal hún vildi hlusta á og hún svaraði 1950, svo nú hljómar Duke Ellington í stereó! Mér datt í hug, þegar ég loks fjárfesti í geymsjúniti fyrir geisladiskana, að raða þeim krónólígískt. Það gæti verið skemmtilegt... erfitt en gaman!

1 ummæli:

Króinn sagði...

Jamm, ekki fannst mér nú framkoma Vöskvufólks yfirleitt skárri eða málefnalegri en Rökuliða á þeim árum sem að ég afplánaði í HÍ. Fannst yfirleitt leitun að nokkru málefnalegu sem fram fór í þessari svokölluðu pólitík allri. En nóg um það. Og það má svo sem vel vera að þú hafi rétt fyrir þér með að þetta vandræðalega pólitíska role-play sem þarna er spilað sé skárra en ýmislegt annað. Þekki það ekki nógu vel.
Annars byggist þetta allt saman á þeim misskilningi að ég hafi undrast litla kjörsókn í stúdentaráðskosningum, ég undraðist einmitt mikla kjörsókn.
Það held ég nú.