19. feb. 2007

Og þannig gerðist það að mánudagur steig enn einu sinni upp. Einu sinni enn. Unnið eins og vanalega á mánudögum. Nema nú með tveimur skjáum. Það er gott. Það er betra. Er það best? Í græjunum ómar Metric. Kannski ég tali um Metric á ensku á músíkbloggnum. Músíkbloggnum er ætlað að koma til móts við bókanjarðablogginu hans Sigga. Endalausar vangaveltur um eitthvað sem svo enginn les. Ojæja. Ég les nú svo sem bókabloggið hans Sigga. Og það er meirasta á íslensku. Músíkbloggurinn minn er ekki á íslensku.

Ég nota hvorugkyn þegar ég tala um bloggið hans Sigga, í samræmi við málvitund hans. En bloggur þegar ég tala um minn blogg. Er það ekki allt í lagi?

Einu sinni ákvað ég að skrifa ávallt bandaríkin með litlum staf. Ég hefi staðið ágætlega við það....

nóg um það aftur að vinnu

3 ummæli:

Króinn sagði...

Þakka tillitsemina. Hvað þýðir annars ,,njara" í ,,bókanjarablogg"? Er þetta sænskusletta?
Og alltaf er ég jafnglaður að fólk lýsi því yfir að það lesi bókabloggið mitt. Ég held alltaf að ég sé sá eini.

Nafnlaus sagði...

Hola Hermano
How´s life in svergje?:)
Hérna ertu ekki med myndaalbúm lengur á sídunni thinni?
Kv Védís

Króinn sagði...

Ég skil. Ég fattaði ekki neitt. Jú, bókanjarðablogg er það.