19. mar. 2007

Og svo stytti upp

Það hætti að snjóa um hádegisbil og vorið sneri aftur með sólina í farteskinu. Þá var ekki annað hægt að setja á sig nýju skóna og hlaupa út í Slottsskogen. Ekki veit ég hvað ég náði stórum hring. Kannski kílómetra, kannski tveimur. En hvað það var langt þá drap það mig næstum. Eftir nokkurt hlaup fór að gera vart við sig stingur í brjóstinu. Ég hljóp áfram. Þá fór stingur í kvið hægramegin að gera vart við sig. Ég hljóp áfram. Blóðbragðið fór að magnast í munninum og litlir hvítir dílar svifu fyrir augunum á mér. Ég hætti að hlaupa og labbaði, eða hálfskakklappaðist, í átt að búðinni. Ég var aðframkominn. Eitthvurt slím fór að renna uppávið, held ég úr lungunum og allir púlsstaðir æðakerfisins voru þrútnir, varirnar dofnar og suð fyrir eyrum.

En skórnir eru góðir og lappirnar á mér sáttar, það er bakið líka.

Á morgun reyni ég aftur.

5 ummæli:

Króinn sagði...

Ert þú þá líka að verða Marathon Man, eins og við Bjarki?

Fjalsi sagði...

Jamm - stefni einmitt á að hlaupa maraþon í ágúst .... 2015

Króinn sagði...

Ég er ekki frá því að 2015-planið sé skynsamlegra en þetta okkar. Þú átt eftir að sjá okkur í síðasta skipti án hjólastóls í veiðiferðinni 4.-6. maí.

huxy sagði...

hei, gautaborgarstrákur! tillukku með skæðisbúnaðinn, þú ferð sko langt á góðum skóm, en betra að fara oftar, hægar og styttra svona til að byrja með. gogogo!

Pétur Maack sagði...

Hmmm,

smá pæling:
jogg og blogg
Bloggur og joggur?! þetta hlýtur að vera sambærileg orðmynd. Þ.a.l. reikna ég með því að þú farir nú að skrifa langa blogga um jafnvel enn lengri jogga.
Eða hvað?