4. mar. 2007

Hjörtur og hirtirnir


Það viðrar svo vel hér í Gautaborg í dag svo ég fékk mér göngutúr um Slottsskogen hér við hliðina. Þegar ég var á vappi á milli trjánna tók ég þessa mynd. Ef vel er að gáð má sjá dádýr á miðri myndinni. Þau búa þarna í skóginum og hoppa glöð og fegin um.

Það er reyndar merkilegt að steinsnar frá þar sem ég fann dádýrin una sér frjáls í skóginum voru hirtir lokaðir innan girðingar skógargestum til yndisauka.

Ásamt páfuglum, öndum hestum og öðrum dásemdum náttúrunnar.

Lífið er alveg ágætt stundum... sérstaklega þegar veðrir er svona yndislegt.

Engin ummæli: