28. mar. 2007

Nýja blöndunartækið

Joggur tekinn í dag. Ég átti víst að uppfæra yfir í stig tvö í jogg-áætluninni í dag:

A1-B2-A1-B2-A2-B2-A3-B2-A2-B2-A1-B2

A = Joggur
B = Gangur
n = mínútur


En ég var orðinn svo rútínuseraður að ég hélt við mig fyrsta stig. Það ætti ekki að gera mikið til. Uppfæri bara á föstudaginn.

Mamma hennar Jóhönnu gaf okkur grænmetisætunum svona blöndunartæki um daginn (e. blender). Tækið legið ónotað uppi í skáp síðan en núna - fyrst ég er kominn í svona rífandi sumarskap fannst mér ekki annað hægt að en að blanda mér svona drykk sem krakkarnir eru alveg vitlausir í og kalla Smoothie.

Svo á leiðinn heim úr joggnum kom ég við í ICA og valdi mér girnilegt grænmeti og ávexti.
Nú drekk ég dýrindis smúðí úr epla- og appelsínusafa, gulrót og banana með eplasídertopping.

Sælgæti!

1 ummæli:

huxy sagði...

margborgar sig örugglega að eiga svona blöndunartæki. ég keypti mér litla flösku með svona fyrirframblöndu í morgun og borgaði fyrir heilar 283 kr. ég naut drykkjarins í botn en kaupi ekki svona okur aftur.
bið að heilsa adami ... og jóhönnu sætu sænsku.