28. mar. 2007

Nú er bara vika í Amsterdamferðina langþráðu. Þar hef ég ekki verið síðan morguninn 1. september 2005 - þegar ég vaknaði upp fyrri allar aldir henti ferðatöskum inn í bílaleigubílinn og hentist af stað ósofinn, úrillur og stressaður út á Schiphol með 15 kíló í yfirvigt.

Fyrir stuttu fannst mér kunnátta mín í sænsku jafnmikil og kunnáttan í hollensku. Ætli sænskukunnáttan sé ekki nokkuð meiri núna. Ekki að ég hafi svo sem nokkra vitneskju um hvað ég kann í sænsku. Ég tala vart við nokkurn mann hér neitt. Nema þegar ég þarf að biðja um strætókort, inneign í símann eða bjór á bar.

Kannski ég ætti að fara að tala meira við Jóhönnu?

Engin ummæli: