13. mar. 2007

Vinnutörn

Hér hef ég að mestu setið síðustu 24 tímana. Hlekkjaður við tölvuskjáinn.
Ég fékk mér þó göngutúr í blíðunni í gær. Hvílík dásemd. Eins og íslenskur sumardagur í kaldari kantinum. Sól, 9 stiga hiti, gola. Úti á götum sá maður skyndilega fólk. Gamlar konur, ungar konur sem ýttu barnavagni á undan sér, börn, gamlir kallar og verkamenn. Aðrir voru líklega í vinnunni.

Nú er allt að vakna til lífsins. Og hér er ég glaðvakandi snemma að morgni og vinni.
Nú ætla ég að standa upp, malla kaffibaunir og hellar þeim í könnu og hella út á þær vatni. Láta standa stund, pressa með síu og drekka.

Annars gaf ég mér kvoletístund í gærkvöldi með folköl og brauðsneið fyrir framan sjónvarpið og horfði á 100 Höjdare. Það er alveg frábær þáttur þar sem hinir heimsfrægu Filip og Fredrik heimsækja skrítið fólk í Skandinavíu. Mæli með því við alla að kíkja á þættina. t.d. klippur hér.

5 ummæli:

Króinn sagði...

Mér finnst nú þeir Filip og Fredrik vera álíka miklir bjánar og fávitarnir í Hausverk um helgar voru. Húmorinn voða mikið svona á framhaldsskólastiginu einhvern veginn (svona: "Bjór! Bjór! Bjór!" "Stór brjóst, hehe!". En kannski hafa þeir skánað eitthvað.
Las einu sinni bók eftir þá.
Sjá:
http://bokabloggid.wordpress.com/2005/05/17/tva-notcreme-och-en-moviebox-eftir-filip-hammar-og-fredrik-wikingsson/

Fjalsi sagði...

Siggi minn! stundum ertu nú eins og versti nöldurgamlingi... en þeir Filip og Frederik hafa nú ábyggilega þroskast og skánað síðan þú kynntist þeim. Þeir eru amk núna ábyrgir fyrir áhugaverðustu þáttum sem ég horfi á í sænsku sjónvarpi. Þeir hafa svo sannarlega auga fyrir hinu óvenjulega og sérstaka í samfélaginu. og þó þeir geri það í strákslegu gríni þá dregur það alls ekkert úr trúverðugleika eða fræðslu- og skemmtanagildi þáttanna

kíktu á þessa nýju þætti þeirra... alveg þrælmagnaðir

Króinn sagði...

Svona, svona... ég er nú samt yngri en þú, gamli minn.

Hef séð þættina. Svona America's Funniest Home Video eitthvað-dót. En sjálfsagt ágætt inn á milli.

Fjalsi sagði...

America's Funniest Home Video??

Jæja - þú hefur það eins og þú vilt...

Króinn sagði...

Já, kallinn minn. Eða kannski meira eins og Bingó-lottó með Ingva Hrafni? Nei, ég skal hætta þessu bulli og leyfa þér að vera í friði með þá Filip og Fredrik. Þeir eru sjálfsagt bestu grey.