26. jan. 2007

Fært sig

Í gær gerði ég mér ferð á Centralstationen til að sækja þangað lestarmiða. Aldrei hafði ég komið á Centralstationen áður. A.m.k. ekki inn í stöðvarhúsið sjálft. Nú sit ég á bókasafninu og er að spá í að færa mig um set. Máski á kaffihús sem ég man ekki hvað heitir en er við Vasaplatsen. Þar er einmitt þráðlaust net sem er mér svo bráðnauðsynlegt við vinnuna. Ekki endilega þráðlaust heldur mest megnis netsamband. En þráðlaust er kostur. Hvur veit, kannski nauðsyn. Hvað heitir aftur þetta kaffihús. Eitthvað með erlendu nafni. Café Burma... nei. Café Java... já! Þangað ætla ég . Að fá mér kaffi og einhverja af þessum listagóðu samlokum sem þau servera. Mmmm. Þrír tímar þar og þá er komin helgi... helgi... helgi... helgi... helgi...

Ég var eitthvað að virða fyrir mér skráningu um heimsóknir hingað á síðuna... sem verða tíðari með hverjum deginum (dregur væntanlega úr þeim um helgina). Þar er merkilegt að sjá að leitarorðin Þormóður Dagsson og Hugleikur eru í nokkuð jafnri samkeppni. Hverjir eru að leita svo títt af þeim bræðrum. Þeir sjálfir kannski. Eða hvor af öðrum.

Hvur veit.

Kvikmyndagetraun í lokin:

Í myndinni er fræg gríðarlöng sena (taka) sem er dæmi um aðstæður þar sem kvikmynd stígur út fyrir þann heim sem henni er skapaður með vísun til raunheimsins sem kvikmyndaáhorfandinn upplifir á þeim tíma.


ES. stúlkan síðhærða sem hefur verið að tefla internet skák hér síðasta klukkutímann er í raun fúlskeggjaður karlmaður

6 ummæli:

Finnur sagði...

Mér finnst bloggurinn þinn fallegur. En mæli með að nota JPEG mynd í stað GIF fyrir bakgrunn til að fá sléttari áferð.

Fjalsi sagði...

þakka þér fyrir það... þetta er reyndar JPEG mynd... skil ekki afhverju hún verður svona röstí... hún er ævafögur í myndvinnsluforritinu mínu...

dora wonder sagði...

þykir APPELSÍNUGULA húsið einnig fallegt. geturðu kannski sent mér leiðbeiningar um hvernig ég get breytt lúkkinu á mínu bloggi, svona rétt eins og mataruppskrift, eða er þetta kannski flóknara en að baka pizzu?

Nafnlaus sagði...

Ég sakna myndarinnar af þér - alltaf hugsaði ég: asskolli er þetta lögulegur piltur. En nú er bara blokk (eða á að segja blokkur), að vísu rauð. Ekki ætla ég að segja bloggur, mér finnst hvorugkynið gott eins og í grugg og högg og nagg (en hvað með jogg, á það þá að verða joggur?). Lúkkið eða - inn læt ég vera en fögur var ásýnd þín meðan hún var.

Nafnlaus sagði...

Veit ekkert hvert svarið er við þessari getraun en er sammála Einar með myndina. Það var e-ð hlýlegt við þessa mynd...

Fljótur leið til að endurreisa þig með elskhuga þínum sagði...



Galdramyndir þínar til að giftast unnu mér. Vegna hjónabandar þinnar býð ég að ég er núna giftur. Takk a einhver fjöldi af Doc Hlutir. Ég skulda þér.Viltu samband við Doc ham Hér templeofanswer@hotmail.co.uk eða Whatsapp (+2348155425481)