19. jan. 2007

Sólin skín

Um daginn datt inn um lúguna bréf. Það var netkompaníið að tilkynna okkur að vegna tæknilegra vandamála yrði bið á nettengingunni. Hún var pöntuð 23. desember, fyrir fjórum vikum. Ég verð því að arka á bókasafnið eitthvað áfram. Það er svo sem í lagi, enda huggulegt á bókasafninu.

Svo þettta er tíundi dagurinn sem ég mæti hér á bókasafnið og rútína hefur myndast. Ég vakna við gal gemsans klukkan átta og „blunda“ í 10-20 mínútur. Dreg mig á lappir, snyrti mig og tek mig saman, hendist út á tram-stöð og tek sporvagn númer 3 í átt að Kålltorp. Í sporvagninum les ég Brestir í Brooklyn eftir Auster. 26 mínútum síðar stekk ég út við Valland, tek eitthvað af þeim fríblöðum sem mér er rétt, og geng upp Avenyn, yfir Götaplatsen, framhjá Göteborgs Kunstmuseum og upp að Hugvísindadeild Háskólans, inn á kaffiteríuna, kaupi mér kaffi, sest niður, drekk það og les fríblaðið. Svo legg ég leið mína yfir í næsta hús, háskólabókasafnið og niður í tölvustofu. Þar er ég nú og ætla að snúa mér að vinnunni, hér verð ég til rúmlega fimm og þá verður tilveran örlítið minna fyrirsjáanleg.

2 ummæli:

gulli sagði...

næstum alveg eins og dæmigerður dagur hjá mér, fyrir utan Gautaborg og sporvagninn.

við erum svipaðir í háttum þótt himinn og höf skilji okkur að

Nafnlaus sagði...

Þetta lýtur allt út fyrir að vera góðir dagar:) Alltaf gott að vera komin í rútínu. Er enn að koma mér aftur í mína rútínu eftir jólafríið en á mánudaginn byrjar skólinn aftur og þá er bara að leggjast í bókalestur.
Hafðu það gott hermano og hlakka til að sjá ykkur í Köben mjög bráðum.
Kv. Systir þín