29. jan. 2007

...og dísa drusla dansar ekki meir

beygin mín á bloggur og lúkkur vekur harðari viðbrögð en lúkkurinn a bloggnum. það er þó ágætt að maður komi við málkauninn á sumum.

ég lá ofan á rúminu mínu um daginn var að spá það sem S.B.Sigurðsson nefnir einmitt á sínum blogg. Hvernig í útlandinu maður eignast allt í einu tíma. Það er einhvern veginn þannig að nú þegar ég lýk vinnudeginum um rúmlega fimm er ég eitthvað svo óendanlega frjáls. Ég hefi skyndilega tíma sem mér fannst ég ekki eiga áður. Fer í búðina og dóla mér þar og fer svo heim og dunda við matargerð, les svo í bók eða kíki á sjónvarp, gutla á gítarinn, tek mér göngutúr eða bara ligg á rúminu og stari upp í loftið.

hvað er það? vinaleysið? ábyrgðarleysið? iðjuleysið?

Í sporvagninum les ég. Það er þá helst að ég nenni að lesa. Þessa dagana er ég að lesa bókina Fast Food Nation. Það er merkileg lesning og styrkir eða endurvekur sósíalískar tilfinningar mínar. Eða amk hatur mitt á kapítalismanum. Ég var því nokkuð spenntur þegar ég sá að myndin er sýnd á kvikmyndahátíðinni miklu sem stendur hér í bæ um þessar mundir. Eg tók mér einmitt ferð með sporvagni númer 6 til að horfa á hana. Myndin var ágætt, þrátt fyrir að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með hana. Eða varð ég fyrir vonbrigðum þrátt fyrir að myndin væri góð?

Skyldi manninum ekki leiðast að láta krossfesta sig?

Hvað veit maður?

Engin ummæli: