25. jan. 2007

Þá eða aldrei

Horft er grimmt á fyrstu þáttaröðina um Sópranófjölskylduna og vini þeirra þessa dagana. Jóhönnubróðir á allt heila klabbið og það kemur sé vel fyrir mig sem aldrei hef náð að horfa á þessa bjútífúl seríu. Ég er nefnilega þannig gerður að ef ég missi af byrjuninni á einhverju get ég ekki dottið inn í miðju kafi. Allt-eða-ekkert. Þetta olli því t.d. að ég þurftir að hætta að horfa á Bráðavaktina eftir sjöundu þáttaröð vegna þess að ég missti af þeirri áttundu. Og já, ég missti af fyrstu þáttaröðinni af Sópranós, eiginlega bara fyrsta þættinum. Já, ég veit... þetta er líklega vottur af geðsýki. En ég þekki nú samt fleiri sem hugsa svona, og nei, það er ekki bara fólk með einhverfu.

Af Sigurðarmálum er það að frétta að hér er skítkalt en bjart. Sólin skín og fuglarnir frjósa.

Engin ummæli: