30. jan. 2007

moggablogg

þetta er svo sem ekki mogga bloggur en þessi færsla fjallar um mbl.is

þar stendur að Airbus hafið komið til Íslands til að æfa lendingar í íslenskum hliðarvindi. Ég og Christian vinur minn ræddum eina kvöldstund í Amsterdam um natíónalíseríngu og komumst til dæmis að því að það væri vart hægt að kenna t.d. sauðkindir eða kýr við þjóðir. Kannski eru margir ósammála. En, getur vindur verið íslenskur? Það er oft rætt um íslenska veðráttu, svona yfir höfuð. En er hægt að ganga svo langt að segja að hliðarvindur sé íslenskur? Spursmál.

Annað af mbl.is í dag. Þar er rætt um Dr Jón Braga Bjarnason, prófessor í lífefnafræði við Háskóla Íslands, sem hefur „eytt þrjátíu árum í að rannsaka próteinkljúfandi ensím sem rífur próteinviðtakann á veirum þannig að þær geti ekki sýkt heilbrigðar frumur mannslíkamans.“ Þannig hefur hann fundið leið til að lækna t.d. fuglaflensu. Ég myndi varla segja að maðurinn hafi „eytt“ þessum þrjátíu árum. Sólundað þeim í óþarfa vitleysu.

þetta er kannski málfarsbloggur frekar en mogga bloggur.

þá eitt að lokum (lesendur mega eiga vona á svipuðu áfram):


Ég vekja skal nú vísnaspé
og vitna í þetta minni:
„Ég er eins og jólatré
ég er í hreppsnefndinni.“

Engin ummæli: