18. jan. 2007

ferðalög

Anonymous nokkur benti mér á þættina Världens modernaste land. Jóhanna hafði rætt þá líka svo ég settist niður og horfði á þáttinn í gær. Svo þættir ættu að vera framleiddir í öllum löndum, því þau þeir séu vissulega bara enn eitt dæmið um hvað Svíar eru duglegir við að ræða vandamál, skilgreina þau og gefa þeim nafn, þá eru þeir líka stórgott tæki fyrir innflytjendur, sem ég vissulega er, til að fá betri innsýn inn í sænska þjóðarsál, þankagang og menningu.

Annars hefi bókað ferðalag fyrir einn til Kaupinhafnar fyrstu helgina í febrúar, 2.-5. Tilhlökkun ríkir í brjósti.

Annars þyrfti ég að skrá mig á keramiknámskeið eða eitthvað álíka til að kynnast einhverju fólki hér.

2 ummæli:

Króinn sagði...

Svíahrifning er stórhættulegt fyrirbæri sem herjar á Íslendinga sem þangað flytjast. Sé að þú ert strax byrjaður að smitast og ég spái því að eftir svona 2-3 mánuði verðir þú orðinn algjörlega heltekinn og megir ekki heyra eitt aukatekið styggðaryrði um hina yndislegu sænsku þjóð. Svona er ég orðinn fyrir löngu.

Fjalsi sagði...

kannski - ég á nú reyndar eftir að færa inn klausur um hvað ég fíla ekki við svenskarna - sástu ekki líka þessa hárfínu sneið mina til þeirra um ofskilgreiningaráráttu þeirra?