17. jan. 2007

Og það rignir

Hringitónar! Fólk hér í bæ notar undarlegustu hringitóna í gemsunum sínum. Öskur, mjálm, söngva, grátur, lög, bílahljóð, þyrluhljóð o.s.ó.m.f.

Ég þyki líklega skrítinn með mína venjulega skrifstofusímahringinu. Skrítinn venjulegur. Þannig er maður. Erlendur borgari.

Í gær staldraði ég við í Hemköp, mestmegnis til að kaupa brauð, en laumaði í körfuna paprikudufti, nýrnabaunum og einni flösku af lättöl, sem ég myndi nú bara kalla pilsner upp á íslensku. Við kassann gerðist það, og í annað sinn síðan ég kom, að afgreiðslustúlkan bað mig um skilríki. Mér þykir það í meira lagi undarlegt, einkum af tveimur ástæðum: ég var að versla brauð og einn pilsner; aldursmörkin fyrir pilsnerkaup eru 18 ár, en ég er einmitt nær því að vera fertugur en átján ára.

Ojæja - að vísu er bjórinn sem ég keypti eitthvað yfir pilsnermörkum... en samt!

verðlaun fyrir þann sem ræður skammstöfnunina hér að ofan.

2 ummæli:

Tinna Kirsuber sagði...

og svo ótrúlega margt fleira

Fjalsi sagði...

er rúlega = al þá vinnur tinna verðlaunin!