24. jan. 2007

Helvítis réttlætiskenndin

Í heiminum er til fólk sem er gáfað og vel menntað og af góðu fólki sem segir: „Það er bara ágætt að fyrirtækið hafi mikla starfsmannaveltu. Við þurfum ekki að greiða starfsfólki tryggingagjöld fyrr en eftir hálft ár og fólk á ekki rétt á sumarleyfi fyrr en eftir ár í starfi. Það er í raun hagkvæmt fyrir okkur að fólk tolli illa í starfi.“

Í bandaríkjunum er til kerfi sem þar sem veittur er skattaafsláttur þeim fyrirtækjum sem ráða fólk úr ákveðnum þjóðfélagshópum (WOTC). Um er að ræða fólk úr fátækum fjölskyldum, fyrrverandi hermenn, fyrrum fanga, unglinga í sumarvinnu, fólk sem hefur verið atvinnulaust lengi o.s.frv. Í sjálfu sér ágætis kerfi. Fyrirtækin sem nýta sér þetta kerfi eru t.d. Kentucky Fried Chicken, Pizza Hut, Taco Bell, McDonald's og The Gap. En: til að fyrirtæki fái skattafsláttinn þarf viðkomandi starfsmaður að vinna að lágmarki um 400 klukkustundir hjá fyrirtækinu. Þar sem fyrirtækin fá ákveðna upphæð fyrir hvern þann starfsmann sem er ráðinn úr þessum viðmiðunarhópum sáu þau að það borgaði sig að ráða fólkið tímabundið, segja því upp eftir þrjá mánuði og ráða annan úr sama hópi.

Ó já, og að sjálfsögðu borga þessi fyrirtæki viðkomandi starfsmönnum ekki dæm yfir lágmarkslaunum (sem eru lægst 5,15$ á klukkutímann, rétt um 350 kall).

Heimurinn er yndislegur

Engin ummæli: