25. sep. 2007

Ég endurvinn. Eða læt gera það fyrir reyndar. Ég flokka til endurvinnslu. En ég komst þó að því um daginn að ég hefði mátt standa mig mun betur. Hingað til hef ég aðeins flokkað dagblöð, gler- og plastflöskur, pappa og lífrænan úrgang. Um helgina labbaði ég út á móttökustöð sem er hér á horninu og las á skiltið stóra til að átta mig hverju ég mætti eiginlega skila þangað. Og viti menn það var umtalsvert fleira sem ég mátti flokka og skila. Svo ég tók mig samstundis til og nú áðan fór ég ferð með:

Lífrænan úrgang
Niðursuðudósir
Hart plast
Drykkjarfernur
Pappa
Pappír
Dagblöð og tímarit
Ljóst gler
Dökkt gler
Rafhlöður

Og svo dembdi ég rusli í ruslafötuna. Sorp af þessu heimili er nú um það bil einn fjórði af því sem fellur til við daglega neyslu.

Næsta mál á dagsskrá: Draga úr vatns- og rafmagnsnotkun.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Gott hjá þér!
Nokkuð sjokk að koma úr Skandinavíu þar sem búið var að skóla mann í alls konar svona endurvinnsludóti og hingað til Chile þar sem ekki einu sinni dósir og flöskur eru endurnýttar. Meira að segja Íslendingar stigu það skref fyrir 15-20 árum. Reyndar hefur nú lítið gerst í endurvinnslumálum á Íslandi eftir það.