15. sep. 2007

nú hefur það gerst, sem stundum gerist. lesendur þessa bloggs eru farnir að kvarta undan tíðindaleysi. það þykir mér í senn stórfenglegt og skrítið. en ætli ég láti ekki undan óskum vina minna, því mestmegnis eru það vinir mínir sem lesa þetta blogg, og skelli hér inn færslu

það er enda laugardagur og ég er, aldrei þessu vant, ekki að vinna. stórfenglegt. hvað hefi ég þá gert til að nota daginn. jú ég vaknaði og kveikti strax á sjónvarpi á meðan ég var að reyna að vekja restina af kroppnum og horfði á þennan þátt sem er yfirleitt á milli níu og tíu hér í sjónvarpinu, breskur þáttur þar svem tveimur liðum er dempt á það sem virðist vera bílakirkjugarð og eiga að smíða einhvert snilldar ökutæki á tíu klukkustundum. alveg ágætasta skemmtun. á meðan ég var að horfa á þetta vaknaði kroppurinn og ég sté á fætur og hitaði mér kaffi. kveikti á tölvunni, svona bara til að hafa hana í gangi og nýtti hana svo sem til að lesa mbl.is, tölvupósta og sitthvað fleira á meðan ég sötraði kaffi og drakk í mig kjark til að takast á við eina verkefnið sem var á tasklista dagsins: setja upp hillur. svo dólaði ég mér við að bora fyrir skrúfum og mæla og hamra og svei mér þá ef ekki eru bara komnar upp hillur hér í stofunni. verkið tók nákvæmlega þann tíma sem tekur exile on main st að renna í gengum spilarann. undursamlegt alveg hreint. svo til að halda upp á hilluruppsetninguna hellti ég mer folköl glas og smurði mér tvær brauðsneiðar og lagði á þær reykta skinku ásamt ferskri basilliku og paprikusneiðum svo og gúrkusneiðum og át og drakk. nú er ég að spá að skella mér út í rokið og hjóla smá og jafnvel setjast niður á kaffihús og lesa í bókinni State of War þar sem James Risen einhver skrifar um leyndarmál Bush-stjórnarinnar og CIA varðandi Írakstríðið og annan óskapnað. Forvitnilegt satt að segja.

Sumir spyrja kannski, hvar var Jóka á meðan öllu þessu stóð? Jú, hún reif sig upp eldsnemma til að ritstýra monthly magazine

jájá

2 ummæli:

Króinn sagði...

unaðslegur dagur í jöhdeborg sem sagt. meira að segja rokið var unaðslegt í þessari færslu þinni. kveðjur frá endamörkum heimsins.

Nafnlaus sagði...

Hva, bara brjálað að gera!