1. okt. 2007

Það fór kannski í taugarnar á mér að fréttarvefurinn mbl.is skyldi kjósa að nota heitið Myanmar í fréttaflutningi sínum í stað Búrma. En það er svo sem í anda annarrar umfjöllunar vefritsins og blaðins um pólitísk átök í heiminum. Nú hefur ritstjórnin þó tekið við sér og kýs að nota nafnið Búrma, sem er að vissu leyti táknræn breyting þar sem blaðið tekur með þeim hætti afstöðu í málinu. Enda ekki annað hægt svo sem! Prik til mbl.is - þó að þessi stefnubreyting ætti sér ekki stað fyrr en stjórnvöld fóru að beina ofbeldi sínu að að "vestrænum fréttamönnum". Dæmigert

2 ummæli:

Lapa sagði...

TOP PORTUGUESE UNIVERSAL WRITER: CRISTOVAO DE AGUIAR.

He has, also, translated into Portuguese the Wealth of Nations by Adam Smith.

He has been awarded several prizes.

Don't forget the name of this great author, you'll be hearing of him soon.

Thank you for spending time in Universal Culture.

Thanks for visiting.

Pétur Maack sagði...

Jamm,

Sammála, Fréttablaðið gerði sig reyndar sekt um sama aulahátt, held að þar á bæ sé nú farið að nota nafnið Búrma eingöngu. Á tímabili fannst mér reyndar vera misræmi í orðanotkun hjá þeim.
Í heildina tekið er þetta dæmigerður íslenskur fréttaflutningur af erlendum atburðum - þýtt af Reuternum og AP en engin sjálfstæð afstaða eða mat