9. maí 2007

Vika

Eftir nákvæmlega viku mun ég stíga fæti á íslenska grund á ný. Þá hefur málmhólkur hraðþjónustu Íslands skotið mér yfir Atlantshafið svo ég geti andað að mér íslensku vori og bragðað á íslensku vatni.

Á Íslandi mun ég dveljast í um 10% af ári sem er slatti. Heilmikill slatti!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er öfundsjúk. Kem líklegast í júlí og er að spá í að dvelja þar í 10 daga. Þá er ég alls búin að dvelja á íslandi í 16 daga af árinu hversu mörg prósent eru það???

gulli sagði...

svona sirka 4,38% kannski, ha.. er það ekki?

ég er alveg svoleiðis skjálfandi sko, yfir ritgerðinni minni.

verðaskilaverðaskilaverðaskila

svo förum við á ærlegt fyllerí þegar þú kemur heim!

djöfull verður það fökkt!

Fjalsi sagði...

verður fokkalega að skila. ef þú ert ekki búinn þá tek ég ritgerðina úr höndum þér og skila henni fyrir þig.