14. ágú. 2007

dagbók dauðans

Hér sit ég í Tidskriftsverkstaden. Það er svona samkunduhús fyrir útgefendur blaða og jú, bíddu við. Það er ég vissulega. Hingað færði ég mig eftir að Bredbandsbolaget ákvað að svipta okkur interneti um stund. Bredbandsbolaget er líklega versta fyrirtæki í heimi.

En á Tidskriftsverkstaden er svo sem gott að vera. Hér er t.d. fólk. Og fólk er alveg ágætt bara, ef það er ekki fífl.

Nú eru þetta bara 11 dagar í Krítarferð. Það er næstum ekki neitt. Það er svona eins og það væri 13. desember og við værum að bíða eftir jólunum.

13. desember = næstum jólin
14. ágúst = næstum Krít

Svona er tilveran einföld og flókin í senn. Eins og skammtafræðin, krakkar mínir. Eins og skammtafræðin...

1 ummæli:

Pétur Maack sagði...

Verra en Wal-mart og Shell?