17. nóv. 2003

Hó - mikil snilld er thetta internet. Er thegar búinn ad finna 4 heimildir fyrir lokaritgerðina í Sociolinguistics. En afhverju skrifa ég enn th fyrir þ og d fyrir ð þegar ég hef þetta yndislega íslenska lyklaborð. Tja, vani myndi vera hið rétta svar. Eftir tíu vikna barning á útlensku lyklaborði ramba fingur mínir ósjálfrátt á erlenda fulltrúa þessara íslensku tákna.

Annars ætla ég að eyða nokkrum dögum í Köben á milli jóla og nýárs. Sniðugur ég að mæta þangað þegar flestir sem ég þekki þar verða á Íslandi í jólafríi. Hmm. Rétt upp hönd sem verður í Köben milli jóla og nýárs! (Hönd!)


Engin ummæli: