Litli sunnudagur - eina ferðina enn!
Erfið var hún blessuð síðasta vika og tók á skrokkinn minn litla vesæla. Svaf í nótt sem aldrei fyrr og hélt ég myndi aldrei vakna. En nú er ég klæddur og kominn á ról - í köflóttum sokkum og bleikum kjól.
Liisa þreif eldhúsið um daginn. Ég ákvað að flýja borgina á meðan og skellti mér til Utrecht. Liisa þreif eldhúsið í 2,5 klst (tvær og hálfa klukkustund en á ensku two and a half hours, meikar ekki sens þessi enska sko), vaskaði allt sem hægt var að vaska og ryksaug gólfið tvisvar og skúraði tvær umferðir. Ég leyfi mér að segja það, sem er ekki fallegt að skrifa illa um annað fólk á netinu, sér í lagi þegar það getur ekki lesið það sér til varnar, eða þannig, hún er fokkt opp!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli