Ég deili eldhúsi með Li. Hún heitir reyndar Yueli. Hún er frá Kína.
Li er kvikmyndaleikstjóri, það er hún var það áður en hún kom hingað. Nú er hún nemi í kvikmyndafræðum. Hún talar eins og Laddi þegar hann er að leika Grínverjann. Það þykir mér fyndið. En maður á nú samt ekki að grína með fólk. Haa, miki grín, miki gaman.
Li finnst ég skrítinn. Það finnst mér í lagi enda er ég sennilega stórskrítinn, sér í lagi í augum Kínverja. Ég var nú samt ekkert að segja henni að hún talar eins og Grínverjinn. Enda hefði sá brandari örugglega ekki hitt í mark.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli