Líf mitt er annað í kjölfar þráðlausrar nettilveru og tímasparnaðurinn nemur nú þegar þónokkrum kílósekúndum (þetta hugtak er í boði FPM). Af því tilefni (gæti orðast: Í tilefni af því) hefi ég tekið til í blogginu mínu og hent nokkrum aumingjabloggurum út. Í staðinn (þeirra í stað) hafa bæst við nýjir linkar á skemmtilega (mis þó) bloggara. Verði ykkur að góðu.
Í fréttum er þetta helst: Húsið ilmar af rottueitri. Það er þó ekki vegna þessa að hér séu rottur heldur litlar sætar mýs sem fara á stjá um nætur. Stundum vakna ég á nóttunni við skrjáfur (er þetta orð?) í glugga eða frá loftholi. En ekki í nótt. Í nótt ríkti þögnin á Dolhaantjestraat. Eitrið hefur sín áhrif.
Osei!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli