Ég sit uppí sófa. Ég er með BRMC í tölvunni á fullu. Ég er að leysa verkefni. Ég er, þessvegna hugsa ég.
Í gær fórum við Kristján, Lovísa, Annalísa, Anína, Marí, Roger, Alissa og Alex á idfa sem er alþjóðlega heimildarkvikmyndahátíðin í Amsterdam (líklega skammstöfuð ahka eða bara aha á íslensku). Þar sáum við The Five Obstructions eftir Jørgen Leth og Lars von Trier. Hún var ó, svo góð. Vei!
Mér er að takast að kynna umheiminum fyrir FEBO, amk internatíónalísku stúdentunum hér í borg. Einn af öðrum frelsast þeir og falla fyrir djúpsteiktu undrunum sem FEBO hefur upp á að bjóða. Oseisei, vei!
Annað kvöldið í röð eldaði ég kúskús með grænmeti fyrir Kristján og Lovísu. Eldamennskan mín hitti í mark hjá danska parinu og nú heimta þau að ég eldi á hverju kvöldi. Tja, svo sem ekkert að því ef þau bjóða mér upp á bjór í staðinn.
Bráðum ætla ég að kynna ykkur fyrir eldhúsfélögum mínum hér í Amsterdam. En fyrst þetta. Vehei!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli