21. nóv. 2003

So this is X-mas

Heyrðu kallinn. Radiohead í gær. Eitt orð. Fan-----tastic. Líklega með betri tónleikum sem anginn hefur farið á. Og í kvöld. Black Rebel Motorcycle Club. Ó, hve ljúft var að finna hart og hrátt rokkið sáldrast inn í mín brothættu bein! Minn og Maja og Hara í góðum gír á gólfinu. Hóhóhó... kannski, en bara kannski, einhvern daginn kaupi ég mér disk með BRMC og rokka í herberginu mínu, eins og dansandi apinn sem ég er.

Hey - ef einhver er á leið til Amsterdam þá kíkið endilega á tónleika með Bad Teenagae Moustache... en mætið snemma því Hjössi frjálsi hitar upp fyrir bandið. Jamm - þetta er Amsterdam fyrir þig


Kveðja

Engin ummæli: