Ég deili eldhúsi með Roger. Hann er frá Bandaríkjunum, Boston, nánar tiltekið.
Roger nemur listfræði. Honum leiðist það óskaplega. Hann er nefnilega listamaður og vill bara læra list. Roger er 22 ára. Hann á Hollenska kærustu sem heitir Annelies. Hún er falleg eins og sólin. Roger er nýorðinn meðeigandi í Bjórkompaníinu. Í kjölfarið var nafninu breytt út Christian and Heine's Beer Company í CHR BEER. Roger finnst gaman að taka þátt í umræðum um heimska Ameríkana. Hann hatar forsetann sinn og vill eiginlega ekkert snúa aftur til Boston. Enda held ég að hann staðfestist bara hér í Amsterdam. Hjá henni Annelies sinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli