18. nóv. 2003

Hvað er eiginlega í gangi þarna á Íslandinu. Endalaus bankarán, sprengjuhótanir í flugvélum og ég veit ekki hvað. Hér í Amsterdam er mest lítið að gerast. Innflytjendaeftirlitið fagnar lítilli fjölgun innflytjenda, sem er afleiðing nýrra og strangari innflyjendalaga og versnandi efnahags í landinu. Löggan í Amsterdam bíður spennt eftir þúsundum skota sem eru á leið hingað vegna landsleiks Skota og Hollendinga á morgun.

Hvað annað...? Jú, veðrið á morgun: Rigning.

Jamm

Engin ummæli: